• mið. 22. jan. 2003
  • Landslið

A kvenna - Undirbúningur fyrir Bandaríkin

Undirbúningur A landsliðs kvenna fyrir vináttuleikinn gegn Bandaríkjamönnum 16. febrúar næstkomandi hefst um næstu helgi. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur kallað á 17 leikmenn til æfinga í Fífunni. Leikmenn búsettir erlendis eru ekki boðaðir á æfingarnar, en þeir munu koma til móts við liðið á leikstað í Charleston í Suður-Karólínu. Þess má geta að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsrásinni ESPN-2.

Æfingahópurinn