Í starfskynningu hjá KSÍ
Elmar Örn Hjaltalín og Björgvin Finnsson, nemendur úr Kennaraháskóla Íslands - Íþróttafræðisetri eru um þessar mundir í starfskynningu hjá KSÍ og mun Björgvin starfa fram á mánudag en Elmar til 31. janúar. Þeir munu fyrst og fremst starfa að fræðslumálum, aðstoða við uppsetningu á fyrirhuguðum fræðsluvef KSÍ, taka í gegn myndbandasafn sambandsins, búa til fræðsluefni fyrir þjálfara og fleira. Starfskynning er hluti af íþróttafræðinámi þeirra og nýtist einnig Knattspyrnusambandinu vel. Björgvin starfaði m.a. hjá KSÍ við HM-heiminn sem KSÍ hélt síðasta sumar í Vetrargarði Smáralindar í samvinnu við nokkur fyrirtæki vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. KSÍ býður þá velkomna til starfa.