Styrkleikalisti FIFA fyrir kvennalandslið
FIFA hefur ákveðið að setja upp styrkleikalista fyrir kvennalandslið, líkt og gert hefur verið undanfarin 10 ár hjá karlalandsliðunum. Listinn verður unninn á mjög svipaðan hátt og karlalistinn og til að koma honum af stað hafa upplýsingar um kvennalandsleiki aftur til 1970 verið teknir með í reikninginn, alls um 3.000 landsleikir. Það er Infostrada Sports sem vinnur listann og mun hann verða birtur fjórum sinnum á ári.
Fyrsti styrkleikalistinn verður kynntur 23. maí næstkomandi í Wuhan í Kína, þar sem dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer þar í landi í lok september/byrjun október.