• mán. 09. des. 2002
  • Fræðsla

Þjálfararáðstefna í Finnlandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, Atli Eðvaldsson, þjálfari A landsliðs karla, Ólafur Þórðarson, þjálfari U21 karla, og Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari U17 karla, munu sækja norræna þjálfararáðstefnu þann 10. - 13. desember næstkomandi í Eerikkila í Finnlandi fyrir hönd KSÍ. Ráðstefnan er ætluð landsliðsþjálfurum og topp þjálfurum á Norðurlöndunum, ásamt þeim sem sjá um þjálfaramenntun innan þessara landa.

Helstu umræðuefni eru uppgjör á HM í Kóreu og Japan, staða kvennaknattspyrnu í dag og í framtíðinni, þjálfun leikmanna á Norðurlöndunum og hæfileikamótun þeirra, en einnig munu þjálfarar frá hverju landi sýna æfingar fyrir unga og efnilega leikmenn.