U19 karla - Sigurmark Skota í blálokin
U19 landslið karla tapaði í dag síðasta leik sínum í undankeppni EM, 1-2 gegn Skotum. Ísland náði forystunni á 4. mínútu með marki Rannvers Sigurjónssonar, en Skotar jöfnuðu úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Skoska liðið missti síðan mann út af um miðjan síðari hálfleik og voru tveimur færri þegar þeir skoruðu sigurmarkið á 87. mínútu, en öðrum leikmanni þeirra hafði verið vísað af leikvelli skömmu áður. Íslenska liðið hlaut því ekkert stig í riðlinum, en Slóvenar og Júgóslavar halda áfram í næstu umferð.