• fös. 25. okt. 2002
  • Landslið

U19 karla - Lokaumferðin í dag

Í dag fer fram lokaumferðin í undankeppni EM U19 landsliða karla og hefjast leikirnir kl. 13:30 að íslenskum tíma, en riðill Íslands fer fram í Slóveníu. Mótherjar okkar pilta í dag eru Skotar, sem sigruðu Slóvena í fyrsta leik sínum , en steinlágu síðan fyrir Júgóslövum. Íslenska liðið, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum, verður að sigra í dag til að eiga möguleika á öðru sætinu, en tvö efstu liðin komast áfram í keppninni.

Byrjunarlið Íslands gegn Skotlandi

Markvörður: Hrafn Davíðsson.

Varnarmenn: Haraldur Guðmundsson, Helgi Pétur Magnússon, Kristján Valdimarsson og Jökull I. Elísabetarson.

Tengiliðir: Rannver Sigurjónsson, Pálmi Rafn Pálmason, Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði), Magnús Már Þorvarðarson og Sverrir Garðarsson.

Framherji: Jóhann Helgason.