• mið. 23. okt. 2002
  • Landslið

U19 karla - Færin ekki nýtt

U19 landslið karla tapaði 1-2 gegn Slóvenum í undankeppni EM í dag, en leikið er í Slóveníu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en heimamenn náðu forystunni skömmu áður en flautað var til leikhlés. Í upphafi síðari hálfleiks var einum leikmanni Slóvena vísað af leikvelli, en þrátt fyrir það tókst þeim að gera annað mark áður en Bjarni Hólm Aðalsteinsson minnkaði muninn. Bjarni fékk sitt annað gula spjald í keppninni í leiknum í dag og verður því í leikbanni í lokaleik liðsins, gegn Skotum. Íslenska liðið fékk urmul góðra marktækifæra í leiknum, en tókst aðeins að setja eitt mark. Í hinum leik riðilsins sigruðu Júgóslavar Skota 4-1 og eru efstir í riðlinum.