• þri. 08. okt. 2002
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeið KSÍ VI (E-stig) - Könnun

Fræðslunefnd KSÍ er um þessar mundir að kanna áhuga þjálfara fyrir að taka KSÍ VI (E-stigs) námskeið. Slíkt námskeið hefur ekki verið haldið um nokkurt skeið því skort hefur nægan þátttökufjölda til að námskeiðið gæti staðið undir sér. Þeir þjálfarar sem hafa áhuga á að skrá sig á slíkt námskeið eru beðnir um að hafa samband við Sigurð Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóra KSÍ í síma 510-2900 eða á tölvupósti. KSÍ VI (E-stigs) námskeið myndi líklega vera u.þ.b. vikunámskeið erlendis og ekki er óeðlilegt að slíkt námskeið kosti á bilinu 80.000-120.000 krónur. Þátttakendur þurfa að hafa lokið KSÍ V (seinni hluti D-stigs) námskeiði. Rétt er að geta þess að hér er aðeins um könnun á áhuga að ræða en ekki er búið að skipuleggja neitt.