U19 kvenna - Pólverjarnir sterkari
Ísland tapaði 2-5 gegn Pólverjum í 2. umferð undankeppni EM U19 landsliða kvenna, en keppnin fer einmitt fram í Póllandi. Pólverjarnir komust yfir í byrjun leiks, Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin um miðjan hálfleikinn eftir gott einstaklingsframtak, en þær pólsku gerðu tvö mörk sitt hvorum megin við hlé. Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn með marki eftir hornspyrnu og íslenska liðið sótti linnulítið eftir, það án þess að skapa sér veruleg færi. Pólska liðið varðist af krafti og beitti skyndisóknum, sem gáfu tvö mörk í lokin. Síðasta umferð fer fram á sunnudag, en þá leikur Ísland gegn Belgíu.