Miðasala hjá ESSO hefst á föstudag
Á föstudagsmorgunn hefst miðasala á Nestis-stöðvum ESSO í Reykjavík á landsleik Íslands og Skotlands í Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. október kl. 14:00. Miðarnir eru ætlaðir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og getur hver kaupandi mest keypt 6 miða. Minnt er á að það er skylda KSÍ að halda stuðningsmönnum liðanna aðskildum og er fólk beðið um að virða það fyrirkomulag. Áfram verður hægt að kaupa miða á netinu með því að smella á hnappinn hér hægra megin. Gera má ráð fyrir að uppselt verði á leikinn á næstu dögum.