• mið. 02. okt. 2002
  • Landslið

U19 kvenna - Markið kom að lokum

U19 landslið kvenna sigraði Bosníu-Herzegóvínu í dag í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en riðillinn fer fram í Póllandi. Íslenska liðið sótti látlaust allan leikinn og fékk mýmörg tækifæri til að setja mörk. Það tókst þó ekki fyrr en á 89. mínútu, þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina mark leiksins, en hún hafði komið inn á sem varamaður 10 mínútum áður.