Umboðsmannapróf
Tveir þreyttu próf til umboðsmanns knattspyrnumanna á skrifstofu KSÍ í morgun. Prófið er samansett úr 15 erlendum spurningum og 5 íslenskum, en til að standast próf þurfa 66% svara að vera rétt. Annar próftakinn, Arnór Guðjohnsen, náði tilsettum lágmörkum og verður KSÍ-umboðsmaður þegar gengið hefur verið frá formsatriðum.