• þri. 24. sep. 2002
  • Landslið

Forsala aðgöngumiða á Ísland - Skotland

Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á viðureign Íslands og Skotlands í undankeppni EM 2004. Þegar hefur verið ráðstafað um helmingi miða á leikinn sem þýðir að nú eru um 3.500 miðar eftir. Þessir miðar eru ætlaðir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, en skoskum stuðningsmönnum hafa þegar verið úthlutaðir miðar í afmörkuð svæði á vellinum. Það er skylda KSÍ að halda stuðningsmönnum liðanna aðskildum og halda reglur UEFA um miðasölu á Evrópuleiki. Smellið á myndina hér til hægri til að kaupa miða.

Nánar