U17 karla - Ísrael og Sviss áfram
Á sunnudag fór fram lokaumferð undankeppni EM U17 landsliða karla. Ísraelar lögðu Svisslendinga 2-1 og höfnuðu þar með í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en Sviss hlaut annað sætið með sex stig. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu og hafnaði þar með í 3. sæti riðilsins með tvö stig, en Armenar ráku lestina með eitt stig. Helgi Axelsson gerði mark Íslands í leiknum. Allar upplýsingar um mótið má sjá með því að smella hér.
Byrjunarlið Íslands gegn Armeníu
Markvörður: Jóhann Sigurðsson.
Aðrir leikmenn: Kristján Hauksson, Kjartan Breiðdal, Sigurbjörn Ingimundarson, Ragnar Sigurðsson, Hilmar Arnarsson, Hafþór Vilhjálmsson, Helgi Örn Gylfason, Þórður Hreiðarsson, Kjartan Finnbogason, Hjálmar Þórarinsson (fyrirliði).