• lau. 21. sep. 2002
  • Landslið

A landslið kvenna - Síðari leikurinn

Síðari viðureign A landsliðs kvenna gegn Englandi í umspili fyrir lokakeppni HM 2003 fer fram á St. Andrews leikvanginum í Birmingham sunnudaginn 22. september næstkomandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma. Fyrri leiknum lauk sem kunnugt er með 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli. Það lið sem hefur betur samanlagt í viðureignunum tveimur mætir Frökkum í lokaumspili um sæti á HM. Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Varnarmenn: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Edda Garðarsdóttir.

Tengiliðir: Guðlaug Jónsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét R. Ólafsdóttir, Erla Hendriksdóttir.

Framherji: Olga Færseth.

Hópurinn | Dagskrá