• fös. 20. sep. 2002
  • Landslið

U17 karla - Svisslendingar sterkari

Önnur umferð í undankeppni EM U17 landsliða karla fór fram í dag. Ísland tapaði 0-2 gegn Sviss á Keflavíkurvelli og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Svisslendingar, sem eru núverandi Evrópumeistarar í aldursflokknum, voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn. Í hinum leik riðilsins sigruðu Ísraelar Armena 3-2. Allar upplýsingar um mótið má sjá í valmyndinni hér að ofan.

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss

Markvörður: Jóhann Sigurðsson.

Varnarmenn: Kristján Hauksson, Kjartan Breiðdal, Kristinn Darri Röðulsson og Sigurbjörn Ingimundarson.

Tengiliðir: Ragnar Sigurðsson, Hilmar Arnarsson, Hafþór Vilhjálmsson, Helgi Gylfason og Þórður Hreiðarsson.

Framherji: Hjálmar Þórarinsson (fyrirliði).