• mið. 18. sep. 2002
  • Landslið

Fimmtugasti landsleikur Margrétar

Margrét R. Ólafsdóttir lék 50. A-landsleik sinn í viðureigninni gegn Englandi á dögunum og fékk hún afhent málverk eftir Jón Reykdal af því tilefni, en skv. skal stjórn KSÍ "...veita þeim knattspyrnumönnum, sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki, sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni".

Margrét er fyrsta konan sem nær þessum áfanga og er hún jafnframt leikjahæsta landsliðskonan frá upphafi.