• þri. 17. sep. 2002
  • Landslið

Undankeppni EM U17 karla

Riðill Íslands í undankeppni EM U17 landsliða karla fer fram hér á landi dagana 18. - 22. september næstkomandi. Íslenska liðið sem tekur þátt í þessum riðli er hið sama og varð Norðurlandameistari í þessum aldursflokki fyrr í sumar en liðin í riðlinum eru landslið Sviss, Armeníu og Ísraels. Fyrsta umferðin fer fram á morgun, en þá mæta Íslendingar liði Ísraels á Akranesvelli. Allar upplýsingar um mótið má sjá með því að smella á tenglana hér fyrir ofan.

Rétt er að hvetja almenning til að mæta á leikina og fylgjast með landsliðsmönnum framtíðarinnar. Aðgangur er ókeypis.