• fös. 13. sep. 2002
  • Landslið

Þrjár í hópi Englands hafa leikið með íslenskum liðum

Englendingar koma hingað til lands með fjölmennan og sterkan hóp leikmanna vegna viðureignarinnar við Ísland á Laugardalsvellinum á mánudag. Í hópnum eru tveir fyrrverandi leikmenn ÍBV, þær Samantha Britton og Karen Burke. Britton lék með Eyjaliðinu 2000 og 2001, en Burke árin 1998-2000. Að auki lék annar markvarða liðsins, Leanne Hall, með FH fyrir tveimur árum. Í hópnum er einnig Karen Walker, sem er leikreyndasti og markahæsti leikmaður liðsins, en hún lék einmitt á móti Íslandi á Kópavogsvelli 1992 og skoraði þá eitt mark í 2-1 sigri Englands. Einn sterkasti leikmaður Englands, Kelly Smith, sem leikur með Philadelphia Charge í Bandaríkjunum, er meidd og getur því ekki leikið með á mánudag.

Hópur Englands