• þri. 10. sep. 2002
  • Landslið

EM 2004 - Innbyrðis viðureignir gilda fyrst

Mikið hefur verið um fyrirspurnir til KSÍ varðandi það hvaða reglur gildi í undankeppni EM 2004 varðandi röð liða í riðlum. Liðið sem hafnar í 1. sæti fer beint áfram í lokakeppnina í Portúgal, en liðið sem hafnar í 2. sæti leikur í umspili, heima og heiman, um þátttökurétt í lokakeppninni.

Verði lið jöfn að stigum í undankeppninni, gilda fyrst innbyrðis viðureignir liðanna, en ekki markatala eins og er í mótum hér á landi. Þetta þýðir að ef Ísland og Skotland verða jöfn að stigum hafna Skotarnir fyrir ofan þar sem árangur þeirra í innbyrðis viðureignum þjóðanna er betri.

Nokkrir möguleikar