• lau. 07. sep. 2002
  • Landslið

Ungverskur sigur

Ungverska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvellinum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Bæði mörk Ungverjanna komu í síðari hálfleik, það fyrra á 76. mínútu og það síðara á þeirri 85, en þar voru að verki þeir Zsolt Löw og Pál Dardai. Bæði lið áttu nokkur góð færi í leiknum, en Ungverjarnir nýttu sín betur og því fór sem fór. Næsta verkefni landsliðsins eru viðureignirnar í undankeppni EM við Skota 12. október og Litháen fjórum dögum síðar, báðir á Laugardalsvelli.