• lau. 07. sep. 2002
  • Landslið

Grétar Rafn gerði eina markið á Egilsstöðum

U21 landslið Íslands lagði það ungverska á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í dag með einu marki gegn engu, en mark Íslands skoraði Grétar Rafn Steinsson á 60. mínútu. Tveir leikmenn Ungverja voru reknir af velli í leiknum og höfðu okkar drengir því nokkra yfirburði en tókst þó ekki að bæta við mörkum.