• þri. 03. sep. 2002
  • Landslið

Fornfræg knattspyrnuþjóð

Ungverjar eru fornfræg knattspyrnuþjóð, en sú frægðarsól þeirra hefur reyndar sigið nokkuð í seinni tíð. Ungverska landsliðið hefur sex sinnum leikið í úrslitakeppni HM, árin 1954, 1958, 1962, 1966, 1978 og 1982. Á Spáni 1982 sigruðu Ungverjar lið El Salvador 10-1, sem er stærsti sigur í sögu Heimsmeistarakeppninnar. Blómaskeið ungverskrar knattspyrnu var á 6. og 7. áratugnum, þegar kappar eins og Ferenc Puskas, Sandor Kocsis, Nandor Hidgekuti, Jozsef Bozsik og Florian Albert léku með liðinu. Þjóðarleikvangur Ungverja hefur einmitt verið nefndur eftir Ferenc Puskas, til heiðurs þessari miklu knattspyrnuhetju.