• fös. 23. ágú. 2002
  • Fræðsla

Knattþrautir KSÍ og Símans

KSÍ og Síminn buðu krökkum í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla hjá félögum í Símadeildum karla og kvenna upp á knattþrautir í sumar, í samvinnu við þjálfara flokkanna. Þetta er gert til að efla áhuga ungs knattspyrnufólks á að æfa sína eigin knatttækni í gegnum skipulagðar knattþrautir. Knattþrautirnar er að finna í valmyndinni hér til vinstri, undir Allt um KSÍ / Fræðslumál.

Á vináttulandsleik Íslands og Andorra á dögunum voru 34 krakkar úr 13 félögum verðlaunaðir af KSÍ og Símanum fyrir frammistöðu sína í knattþrautunum. Það voru þeir Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhentu þessum knattspyrnuhetjum framtíðarinnar viðurkenningu fyrir sýndan árangur.

Nánar um knattþrautir KSÍ og Símans

Eggert Magnússon og Agnar Már Jónsson afhenda ungu knattspyrnufólki viðurkenningar á vináttulandsleik Íslands og Andorra.