• mið. 21. ágú. 2002
  • Landslið

Naumt tap hjá U21 karla gegn Frakklandi

U21 landslið karla tapaði 1-2 gegn Frökkum í Brive í dag og komu öll mörk leiksins í síðari hálfleik. Frakkarnir gerðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og voru þar að verki Hassan Ahamada frá Bastia og Bernard Mendy frá Bolton. Ármann Smári Björnsson, sem kom inn á sem varamaður, minnkaði muninn á 83. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegnum vörn Frakka. Íslenska liðið þótti leika vel í dag og átti nokkur ágæt færi til að skora sem nýttust ekki.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Ómar Jóhannsson.Ómar Jóhannsson.Ómar Jóhannsson.

Varnarmenn: Ólafur Ingi Skúlason, Indriði Sigurðsson (fyrirliði), Guðmundur Viðar Mete og Haraldur Guðmundsson.

Tengiliðir: Magnús Sverrir Þorsteinsson, Sigmundur Kristjánsson, Grétar Rafn Steinsson og Viktor Bjarki Arnarsson.

Framherjar: Andri Fannar Ottósson og Hannes Sigurðsson.

Hópurinn | Dagskrá