• fös. 16. ágú. 2002
  • Landslið

Netáskrift á leiki A landsliðs karla í haust

KSÍ hefur átt gott samstarf til margra ára við ESSO um miðasölu á landsleiki og er svo enn. Aðilar hafa unnið að því að tæknivæða þessa sölu og fyrsta skrefið hefur nú verið tekið þar sem áskrift á alla 4 heimaleiki A landsliðs karla á þessu hausti er boðin til sölu á internetinu. Dagana 10. - 17. ágúst er hægt að gerast áskrifandi að sérstaklega hagstæðu tilboði um miða á þessa fjóra leiki (einungis á alla leikina) á heimasíðu KSÍ og ESSO. Athugið að tilboðið um netáskrift gildir einungis til 17. ágúst. Dagana 19. og 20. ágúst fer síðan fram forsala aðgöngumiða á Nestis-stöðvum ESSO.

Nánar