• mán. 12. ágú. 2002
  • Landslið

Landsliðið gegn Andorra

Atli Eðvaldsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið hóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:30. Í hópnum eru tveir leikmenn bikarmeistara Fylkis, þeir Kjartan Sturluson og Sævar Þór Gíslason, en Kjartan er eini nýliðinn í hópnum. Aðrir í hópnum leika með erlendum liðum.

Netáskrift

Leikurinn gegn Andorra er sá fyrsti af fjórum heimaleikjum þar sem hægt er að kaupa miða í netáskrift í gegnum www.ksi.is og www.esso.is. Smellið á "Miðasala" hér til hægri til að kaupa miða í netáskrift. Tilboðið gildir til 17. ágúst.

Hópurinn | Dagskrá