• þri. 30. júl. 2002
  • Landslið

U17 karla - Garðar Örn dæmir

Garðar Örn Hinriksson er á meðal dómara á Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana. Garðar dæmir leik Englands og Færeyja í A-riðli í dag, og verður 4. dómari í viðureign Noregs og Færeyja á miðvikudag. Störfin verða væntanlega tvö til viðbótar, en þau verða ákveðin síðar.