• fim. 25. júl. 2002
  • Landslið

U21 kvenna - Svíar í dag

U21 landslið kvenna leikur gegn Svíum á Opna Norðurlandamótinu í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Leikirnir í dag eru þeir síðustu í riðlakeppninni. Leikir um sæti fara fram á sunnudag og sigri Ísland í dag leikur liðið um 5. sætið.

Lið Íslands í dag (4-5-1):

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir (fyrirliði).

Varnarmenn: Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir.

Tengiliðir: Ólína G. Viðarsdóttir, Íris Andrésdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Rakel Logadóttir.

Framherji: Dóra María Lárusdóttir.