• fim. 25. júl. 2002
  • Landslið

NM U21 kvenna - Aftur 0-4 tap

U21 landslið kvenna tapaði 0-4 gegn Þjóðverjum á Opna Norðurlandamótinu í gær, en það eru sömu tölur og í fyrsta leik liðsins, gegn Norðmönnum á mánudag. Staðan í hálfleik var 0-0, en styrkur Þjóðverjanna kom berlega í ljós í síðari hálfleik. Í hinum leik B-riðils sigruðu Norðmenn Svía og komust þar með á toppinn. Næsta umferð er á föstudag, en þá mæta okkar stúlkur liði Svía.