NM U21 kvenna: Tap í fyrsta leik
U21 landslið kvenna tapaði 0-4 í dag gegn Norðmönnum í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu, sem fram fer í Turku í Finnlandi. Norsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið á 44. mínútu og bættu við mörkum á 53., 82. og 83. mínútu, en síðasta markið var sjálfsmark. Svíþjóð og Þýskaland gerðu 2-2 jafntefli í hinum leik riðilsins.
Lið Íslands (4-5-1):
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir (fyrirliði).
Varnarmenn: Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir.
Tengiliðir: Ólína G. Viðarsdóttir, Íris Andrésdóttir, Silja Þórðardóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Rakel Logadóttir.
Framherji: Lilja Kjalarsdóttir.