• mán. 08. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna - Leikir um sæti í dag

Leikir um sæti í NM U17 kvennalandsliða fara fram í dag, mánudag. Ísland leikur um 3.-4. sætið í keppninni gegn Hollandi, en sá leikur fer fram á KR-velli og hefst kl. og hefst kl. 14:00. Vakin er athygli á að tíma leiksins var breytt vegna hagræðingar og fer hann nú fram kl. 14:00, en ekki kl. 15:00. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 17:00, en þar mætast Danir og Svíar. Smellið á tengilinn hér að ofan til að skoða nánar, eða hér til að skoða leiki dagsins.

Aldrei áður leikið um 3. sætið

Árangur íslenska liðsins í keppninni til þessa hefur verið mjög góður og hefur íslenskt kvennalandslið aldrei áður leikið um 3. sætið á Norðurlandamóti. Fólk er hvatt til að fjölmenna á leikinn á KR-velli kl. 14:00 í dag og hvetja stúlkurnar til dáða. Aðgangur er ókeypis á alla leiki í keppninni.