• mán. 08. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna - Danir meistarar

Danir lögðu Svía með gullmarki í úrslitaleik Norðurlandamóts U17 landsliða kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Staðan í leikhléi var 0-1, Svíum í vil, en Danir gerðu tvö mörk í röð áður en Svíum tókst að jafna leikinn að nýju. Staðan að venjulegum leiktíma loknum var því jöfn 2-2, en dönsku stúlkurnar gerðu síðan svokallað gullmark í síðari hálfleik framlengingarinnar og tryggðu sér þar með Norðurlandameistaratitilinn.