• fim. 04. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna - Ísland tapaði

Í dag lék Ísland gegn sterku lið Dana og unnu Danir 4-2 eftir að hafa verið yfir 3-0 í hálfleik. Íslensku stelpurnar komu vel stemmdar til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega að minnka muninn í 3-2 með mörkum frá Dóru Stefánsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Danir bættu svo við marki í lokin eftir að Ísland hafði lagt allt kapp á að jafna. Önnur úrslit í A-riðli urðu þau að Þýskaland vann Finnland 2-1, en í B-riðli vann Holland lið Frakklands 2-0 og Svíþjóð og Noregur gerðu jafntefli 1-1. Síðasta umferð riðlakeppninnar er á laugardag. Smellið á tengilinn hér efst á síðunni til að skoða nánari upplýsingar um mótið.