• mið. 03. júl. 2002
  • Landslið

U21 kvenna - Finnar höfðu betur á Selfossi

U21 landslið kvenna lék í gær vináttulandsleik gegn stöllum sínum frá Finnlandi, en leikurinn fór fram á Selfossi. U21 liðið tapaði 1-0 og náði þar með ekki að fylgja eftir sigri U17 liðsins á Finnum fyrr um daginn. Eina mark leiksins kom um miðjan síðari hálfleik.