• mið. 03. júl. 2002
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA

A landslið karla er í 53. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag. Liðið hækkar um þrjú sæti frá því listinn var síðast gefinn út og er komið upp fyrir Skota, sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2004. Nýbakaðir heimsmeistarar Brasilíu tróna á toppnum, en Argentínumenn og Frakkar eru jafnir í 2. - 3. sæti.