• þri. 02. júl. 2002
  • Landslið

U21 kvenna gegn Finnum í dag

U21 landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Finnum í dag. Leikurinn fer fram á Selfossvelli og hefst kl. 20:15. Ein breyting var á hópnum sem áður var tilkynntur, Laufey Ólafsdóttir, ÍBV, er meidd, og í hennar stað kom Þórunn Helga Jónsdóttir, KR.

Lið Íslands (4-5-1)

Markvörður: Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir.

Varnarmenn: Ásta Árnadóttir, Edda Garðarsdóttir (fyrirliði), Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Elfa Björk Erlingsdóttir.

Tengiliðir: Ólína, Guðbjörg Viðarsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Silja Þórðardóttir, Rakel Logadóttir, Lilja Kjalarsdóttir.

Framherji: Erla Steinunn Arnardóttir.