• þri. 02. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna hefst í dag

NM U17 landsliða kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Tveir leikjanna fara fram í Grindavík og tveir í Sandgerði, en leikirnir hefjast kl. 14:30 og 16:30. Ísland leikur fyrsta leik sinn í mótinu gegn Finnlandi og fer sá leikur fram á Grindavíkurvelli kl. 16:30. Nánari upplýsingar um mótið má sjá með því að smella á tengilinn hér efst á síðunni.

Lið Íslands (4-5-1)

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Varnarmenn: Ragnhildur Erla Arnórsdóttir, Tinna Mark Antonsdóttir, Kolbrún Steinþórsdóttir, Guðríður Hannesdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir.

Tengiliðir: Inga Lára Jónsdóttir, Dóra Stefánsdóttir (fyrirliði), Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.

Framherji: Dóra María Lárusdóttir.