• þri. 02. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna - Góður sigur á Finnum

Ísland sigraði Finnland 3-0 í fyrsta leik liðsins í NM U17 kvennalandsliða í dag, en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Inga Lára Jónsdóttir skoraði fyrst, en Dóra María Lárusdóttir bætti svo við tveimur mörkum. Önnur úrslit í A-riðli urðu þau að Danmörk sigraði Þýskaland, en jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjum B-riðils. Smellið á tengilinn hér efst á síðunni til að skoða nánari upplýsingar um mótið.