• mán. 01. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna hefst á þriðjudag

Norðurlandamót U17 kvennalandsliða hefst hér á landi þriðjudaginn 2. júlí, en þá fara fram leikir í 1. umferð riðlakeppninnar. Ísland er í riðli með Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en í hinum riðlinum eru Frakkland, Holland, Noregur og Svíþjóð. Mótinu lýkur með leikjum um sæti mánudaginn 8. júlí. Skoða má allar upplýsingar um mótið, leikjaniðurröðun, leikmannahópa, o.fl. með því að smella á tengilinn hér efst á síðunni.