• fim. 27. jún. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna hefst á þriðjudag

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna hefst hér á landi þriðjudaginn 2. júlí næstkomandi, en leikið verður í riðlakeppni 2., 4. og 6. júlí og leikir um sæti fara svo fram 8. júlí. Niðurröðun leikja má sjá í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót. Íslenski hópurinn hefur þegar verið tilkynntur og hefst lokaundirbúningur liðsins fyrir mótið á laugardag.