Heimsmeistarar aftur á Laugardalsvöllinn?
Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt um eru Þjóðverjar komnir í úrslitaleik HM, þar sem þeir mæta Brasilíumönnum. Þjóðverjar eru einmitt í riðli með Íslandi í undankeppni EM 2004 og mætast þjóðirnar tvisvar sinnum á árinu 2003, fyrst í september á Laugardalsvelli og síðan í október í Þýskalandi. Í undankeppni EM 2000 var Ísland með heimsmeisturum Frakka í riðli, þannig að hugsanlegt er að við fáum aftur handhafa heimsmeistaratitils í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Afar skemmtileg tilhugsun, ekki satt?