• fös. 07. jún. 2002
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Ítalíu

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM kvennalandsliða, en leikurinn fer fram á Sardiníu á morgun og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma. Ein breyting er á byrjunarliðinu gegn Spáni á dögunum, Edda Garðarsdóttir tekur út leikbann og í hennar stað kemur Ásdís Þorgilsdóttir. Hópurinn er vel stemmdur og æfðu stúlkurnar við góðar aðstæður í morgun í rúmlega 20° hita.

Byrjunarliðið

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir.

Varnarmenn: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Katrín Jónsdóttir.

Tengiliðir: Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði), Guðlaug Jónsdóttir og Erla Hendriksdóttir.

Framherji: Olga Færseth.