• mið. 05. jún. 2002
  • Landslið

Knattspyrnuskólar KSÍ á Laugarvatni

Eins og undanfarin ár starfrækir KSÍ í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi, fædd 1988. Öllum aðildarfélögum KSÍ er boðið að tilnefna einn dreng og tvær stúlkur til þess að sækja skólann og hafa viðeigandi eyðublöð verið send til félaganna. Tilkynna þarf þátttöku með því að fylla út eyðublöðin og senda til KSÍ fyrir 6. júní. Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 10.000.