• mán. 03. jún. 2002
  • Fræðsla

Uppboð á treyjum í Smáralind

Laugardaginn 8. júní næstkomandi kl. 15:00 verður haldið uppboð á frægum treyjum í HM heiminum í Smáralind. Meðal þeirra treyja sem verða í boði eru þrjár treyjur áritaðar af A landsliði karla sem lék gegn Noregi á dögunum, Brentford-treyja með nafni Ívars Ingimarssonar, treyja Hermanns Hreiðarssonar hjá Ipswich, landsliðstreyja Norðmannsins Ronnys Johnsen, sem leikur með Man. Utd., treyjan sem Árni Gautur Arason leikur í hjá Rosenborg og treyja Eyjólfs Sverrisonar hjá Herthu Berlín.

Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til KRAFTS, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandenda þeirra.