• fös. 24. maí 2002
  • Landslið

Augnablik gegn landsliðinu frá 1982

Knattspyrnufélagið Augnablik er 20 ára um þessar mundir og í tilefni af því verður leikinn "landsleikur" milli gamalla leikmanna liðsins og A landsliðs Íslands frá árinu 1982. Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópavogi á morgun, laugardag, kl. 18:00 og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta og sjá kunna kappa eins og Atla Eðvaldsson, Þorgrím Þráinsson, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og marga fleiri sýna knattleikni af bestu tegund.

Fréttatilkynning