• fim. 23. maí 2002
  • Landslið

Mikil spenna í undankeppni HM kvenna

Rússland sigraði Ítalíu 2-1 í gær í undankeppni HM kvenna, en þessi lönd eru með Íslandi í riðli ásamt Spáni. Rússar tryggðu sér þannig efsta sæti riðilsins, sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Kína. Íslenska liðið mætir því spænska á Laugardalsvelli 30. maí næstkomandi og með sigri í þeim leik geta okkar stúlkur komist í 2. sæti riðilsins.