Íþróttasaga Íslands
Fyrr í dag var sýningin Íþróttasaga Íslands opnuð í Byggðasafninu að Görðum á Akranesi. Það voru frjálsíþróttagarpurinn Vilhjálmur Einarsson og knattspyrnukappinn Ríkharður Jónsson sem opnuðu sýninguna formlega. Íslenskri knattspyrnu eru gerð vegleg skil í sýningunni, enda knattspyrna aðalíþrótt Skagamanna. Knattspyrnusamband Íslands óskar Skagamönnum til hamingju með glæsilegt íþróttasafn! Myndin hér til hægri er tekin við opnun sýningarinnar. |
|
Frá vinstri: Jón Gunnlaugsson, Guðjón Þórðarson, Eggert Magnússon, Geir Þorsteinsson, Halldór B. Jónsson. |