• mið. 22. maí 2002
  • Landslið

Jafntefli í Bodö

A landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í vináttulandsleik sem fram fór í Bodö í Norðurhluta Noregs í kvöld. Íslendingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og voru í raun óheppnir að bera ekki sigur úr býtum. Jóhannes Karl Guðjónsson náði forystunni með ótrúlegu marki úr aukaspyrnu af um 40 metra færi strax á 5. mínútu og var nálægt því að endurtaka leikinn á 31. mínútu. Ole Gunnar Solskjær jafnaði metin fyrir Norðmenn á 61. mínútu og þar við sat, jafntefli í hörkuleik og frábær frammistaða íslenska liðsins.