• mið. 22. maí 2002
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Norðmönnum

Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn gegn Norðmönnum í Bodö í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í byrjunarliðinu eru 6 leikmenn sem leika með norskum liðum og 9 alls sem hafa verið á mála hjá norskum liðum til skemmri eða lengri tíma. Í Bodö er glampandi sólskin og blíða, hitinn tæplega 20 stig.

Lið Íslands

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Gylfi Einarsson, Arnar Þór Viðarsson, Bjarni Óskar Þorsteinsson og Ívar Ingimarsson.

Tengiliðir: Indriði Sigurðsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Ólafur Stígsson og Rúnar Kristinsson.

Framherjar: Marel Baldvinsson og Heiðar Helguson.